Minningarsjóður JPJ Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, veitir árlega efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsrnáms í tónlist, erlendis. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. október nk. til formanns sjóðsins:
Upplýsingar
Styrkur til tónlistarnáms

Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, veitir árlega efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsrnáms í tónlist, erlendis.

 

Veittur er einn veglegur styrkur hverju sinni.

 

Í ár er veittur einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. fyrir skólaárið 2024-2025.

 

Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. september nk.
til formanns sjóðsins:

 

Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat

Sendist á netfang: jpj@i8.is

 

Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.

 

Umsóknarfrestur: Auglýst er eftir umsóknum á vormánuðum ár hvert. Tilkynnt verður um úthlutun fyrir árið 2024
fyrir 1. október og afhending styrks á sér stað eigi síðar en fyrir árslok - eða í samráði við styrkhafa.

 

Frekari upplýsingar veitir Börkur Arnarson í síma 659 3666
og  með tölvupósti á netfangið: borkur@i8.is